Fara í efni  

Laun bæjarfulltrúa endurskoðuð

Á bæjarstjórnarfundi þann 13. júní síðastliðinn tók bæjarstjórn Akraness ákvörðun um endurskoðun launa kjörinna fulltrúa sem felur í sér hækkun launa um 9% frá 1. júní 2017. Kjör bæjarfulltrúa hafa fram til þessa tekið mið af þingfarakaupi en í nóvember síðastliðnum tók bæjarstjórn ákvörðun um að  fresta breytingu á kjörum bæjarfulltrúa, í kjölfar ákvörðunar Kjararáðs um hækkun þingfararkaups alþingismanna um rúmlega 44%.

Ákvörðun bæjarstjórnar nú felur í sér:

 • Að laun kjörinna fulltrúa á vegum Akraneskaupstaðar eru innan marka SALEK-samkomulagsins líkt og gildir um meginþorra íslensks vinnumarkaðar.
 • Að laun kjörinna fulltrúa eru ekki lengur tengd þingfararkaupi alþingismanna heldur launavísitölu og breytast ekki á ný fyrr en í janúar 2019.
 • Að samsetning kjara kjörinna fulltrúa verði að loknum sveitarstjórnarkosningum árið 2018 jöfnuð við viðmiðunarsveitarfélög.
 • Að biðlaunaréttur kjörinna fulltrúa er afnuminn (strax) til samræmis við fyrirkomulag hjá viðmiðunarsveitarfélögum.

Fundargerð bæjarstjórnar frá 13. júní er aðgengileg hér. 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00