Fara í efni  

Langisandur eina Bláfánaströnd landsins árið 2019

Bláfáninn dregin að húni með góðri aðstoð barna frá Akraseli og 6. bekk í Brekkubæjarskóla. Á myndin…
Bláfáninn dregin að húni með góðri aðstoð barna frá Akraseli og 6. bekk í Brekkubæjarskóla. Á myndinni eru einnig Sævar Freyr bæjarstjóri og Sindri Birgisson umhverfisstjóri.

Bláfánanum var flaggað í sjöunda skiptið á Langasandi þann 27. maí síðastliðinn en Bláfáninn er alþjóðleg umhverfisvottun sem veitt er smábátahöfnum, baðströndum og þjónustuaðilum í sjávarferðamennsku (t.d. hvalaskoðunarbátum) fyrir árangursríkt starf að umhverfismálum. Meginmarkmið verkefnisins er að vernda lífríki haf- og strandsvæða, draga úr umhverfisáhrifum, bæta öryggi og efla umhverfisvitund. Bláfáninn er tákn um góða frammistöðu í umhverfismálum og bætir ímynd og ásýnd rekstraraðila þar sem hann blaktir við hún. Bláfáninn er veittur þeim baðströndum sem uppfylla ákveðin skilyrði sem lúta að eftirfarandi þáttum; umhverfisfræðsla og upplýsingagjöf, vatnsgæði, umhverfisstjórnun, öryggi og þjónusta.  Landvernd er umsjónaraðili Bláfánans á Íslandi, hægt er að finna frekari upplýsingar um Bláfánann á vef Landverndar.

Bláfánanum er flaggað víða um heim, m.a. á Spáni, Suður-Kóreu og Marokkó og á árinu 2019 er fánanum flaggað á 4.560 stöðum í 45 löndum, þar á meðal á Akranesi en Langisandur er eina Bláfánaströnd landsins árið 2019. Akraneskaupstaður lítur á Bláfánann sem tækifæri til að sinna ábyrgðarhlutverki sínu í að stuðla að aukinni umhverfisfræðslu til verndar hafsins. Akraneskaupstaður vill hvetja alla íbúa til að taka þátt í þeim viðburðum og verkefnum sem boðið verður upp á á Langasandi í sumar og njóta strandarinnar sem við erum svo heppin að hafa hér í bæjarfélaginu okkar. 

Alþjóðleg vefsíða Bláfánans er hér
Nýjasta fréttabréf Bláfánans má lesa hér.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00