Fara í efni  

Kynning starfshóps um framtíðarsýn Jaðarsbakkasvæðis

Yfirlitsmynd af hugsanlegri framtíðarsýn Jaðarsbakkasvæðis.
Yfirlitsmynd af hugsanlegri framtíðarsýn Jaðarsbakkasvæðis.

Nú á dögunum kynnti starfshópur um uppbyggingu Jaðarsbakkasvæðis, áfangaskýrslu um hugsanlega framtíðarsýn svæðisins. Kynningarfundinn sátu fulltrúar bæjarráðs, skóla- og frístundaráðs og skóla- og frístundasviðs og var það Þórður Guðjónsson formaður starfshópsins og formaður skóla- og frístundaráðs, sem kynnti tillögur starfshópsins.

Meðal hlutverka starfshópsins er að fara í þarfagreiningu vegna fyrirhugaðar uppbyggingu á svæðinu, koma með tillögur í samráði við hagsmunaaðila svæðisins sem og einnig tillögur um áfangaskiptingu framkvæmda. Fyrstu drög að hugsanlegri framtíðaruppbyggingu svæðisins eru svo útlítandi:

 • Nýbygging milli Akraneshallarinnar og íþróttahússins. Byggingin mun hafa kjallara þar sem aðstaða starfsmanna, íþróttakennara og búningsaðstaða verður til staðar og að ofan verður byggt nýtt og öflugt íþróttahús.
 • Tillaga er um að öll mannvirki verði tengd saman og að það verði einn inngangur í allt íþróttasvæðið.
 • Í stað núverandi íþróttahúss verði byggð sundhöll með átta brautum ásamt stoðrýmum.
 • Einnig hefur komið fram tillaga um að loka Innnesveginum milli Grundaskóla og Jaðarsbakka til að tryggja öryggi barna og til að nýta svæðið betur.

Næstu skref starfshópsins er að þróa og vinna hugmyndir áfram í samráði við hagsmunaaðila. Bæjarráð óskaði eftir því að starfshópinn skili inn áfangaskýrslu fyrir 1. desember næstkomandi. Starfshópurinn er enn að störfum og vinnunni því hvergi nærri lokið, unnið verður áfram að þróun hugmynda og forgangsröðun. Hér fyrir neðan má skoða myndir af hugmyndavinnu starfshópsins. 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00