Fara í efni  

Kynning á niðurstöðum umhverfismats Aurora fiskeldi

Aurora fiskeldi og EFLA munu halda kynningarfund á Hótel Laxárbakka í Hvalfjarðarsveit næstkomandi miðvikudag, þann 17. desember, kl. 17.30 til að kynna niðurstöður umhverfismats vegna landeldi á laxi á Grundartanga í Hvalfirði. Fyrirhuguð framleiðsla er um 28.000 tonn á ári. Áætlað er að stöðin verði byggð upp í þremur áföngum og að uppbygging hvers áfanga taki tvö ár. Nánari upplýsingar má sjá hér í Skipulagsgátt.

Í tilkynningu segir að kynning á niðurstöðum umhverfismats sé hluti af umhverfismatsferli og mikilvægur liður í að hagaðilar og almenningur hafi vettvang til að kynna sér helstu niðurstöður og koma sjónarmiðum sínum á framfæri.


Dagskrá fundarins er svohljóðandi:

1. Aðstandendur félagsins munu kynna framkvæmdina

2. EFLA mun fara yfir helstu niðurstöður umhverfismats.

3. Spurningar og svör


Almenningur og hagaðilar eru hvattir til að mæta.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00