Fara í efni  

Krúttlegasta ísbúð landsins

Ásdís Hekla, Stefanía Líf og Sævar Freyr.
Ásdís Hekla, Stefanía Líf og Sævar Freyr.

Vinkonurnar Stefanía Líf og Ásdís Hekla opnuðu föstudaginn 6. júlí síðastliðinn krúttlegustu ísbúð landsins á Víðigrund. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri fékk þann heiður að opna ísbúðina og vera fyrsti viðskiptavinurinn. „Sem bæjarstjóri á Akranesi hef ég sett það í forgang að stuðla að atvinnuuppbyggingu á Akranesi og fjölga atvinnutækifærum, það er því frábært að fá að taka þátt í opnun á krúttlegustu ísbúð landsins." er haft eftir Sævari Frey. 

Ísbúð á Víðigrund

Margt var um manninn á svæðinu og höfðu vinkonurnar í nógu að snúast við að afgreiða ís. Í boði var ekta ítalskur kúluís með jarðaberja- og súkkulaðibragði. Ísbúðin var opin á föstudeginum til kl. 18:00 af tilefni þess að bæjarhátíðin Írskir dagar voru að renna í gang. 

Ísbúð á Víðigrund


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00