Fara í efni  

Kennsla hefst í Tónlistarskólanum á Akranesi þann 28. ágúst næstkomandi

Í vetur verður boðið upp á forskólakennslu í Brekkubæjarskóla og Grundarskóla í beinu framhaldi af skóladegi barnanna. Standa vonir til að fleiri sjái sér þá fært að veita börnunum sínum tækifæri til að kynnast ævintýraheimi tónlistarinnar en forskólinn er ætlaður nemendum í 1. og 2. bekk grunnskólans. Aðalkennari í forskóla í vetur verður Rut Berg Guðmundsdóttir og er ennþá hægt að bæta við nemendum í forskólann og umsóknarformið er að finna á heimasíðu Tónlistarskólans toska.is.

Í vetur verður einnig í fyrsta sinn kennt á selló eftir móðurmálsaðferð Suzuki. Suzuki sellónám hentar börnum allt frá 5 ára aldri en einnig þeim sem aðeins eldri eru. Kennari á selló verður Gunnhildur Halla Guðmundsdóttir. Suzukikennslan byggir á virkri þátttöku foreldra og er því aðferð við hljóðfæranám sem styrkir sérstaklega samband foreldra og barna. Enn er pláss fyrir nemendur í Suzuki sellónám og er sótt um rafrænt á heimasíðu Tónlistarskólans toska.is.

Enn eitt nýmæli er að í vetur verður nemendum Tónlistarskólans sem eru í Heiðarskóla í fyrsta sinn boðin tónfræðikennsla í Heiðarskóla

Nánari upplýsingar um nám í Tónlistarskólanum er að finna á heimasíðu skólans toska.is. Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu skólans mánudaga til fimmtudaga kl. 12-16 og föstudaga kl. 9-13. Vakin er athygli á því að enn er verið að vinna úr umsóknum sem bárust í vor og ættu svör að berast til umsækjenda á næstu dögum eða í allra síðasta lagi í lok næstu viku. 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00