Fara í efni  

Jólatré felld í dag

Jólatré í landi Stóru-Fellsaxlar, mynd Sindri Birgisson
Jólatré í landi Stóru-Fellsaxlar, mynd Sindri Birgisson

Jólatré sem munu meðal annars prýða Akratorg, Höfða og Faxatorg á aðventunni í ár voru felld í morgun. Sitkagrenið sem mun prýða Akratorg var gróðursett í kringum 1980 í landi Stóru-Fellsaxlar sem er í umsjón Skógræktarfélags Skilmannahrepps. Það var Snjólfur Eiríksson garðyrkjufræðingur sem felldi trén en þau voru dregin út úr skóginum með fjórhjólum og spilum og voru flutt á Akranes í lok dags.

Í vikunni munu trén verða skreytt ljósum og á laugardag verða ljósin á jólatrénu á Akratorgi tendruð kl. 16:30.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af Snjólfi að störfum.

 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00