Fara í efni  

Írskir dagar á Akranesi 30. júní til 3. júlí

Írskir dagar verða haldnir hátíðlegir í 17 sinn dagana 30. júní til 3. júlí næstkomandi. Hátíðin hefur fest sig í sessi í gegnum árin og er einn af hápunktum sumarsins á Akranesi. Dagskráin verður með svipuðu sniði og undanfarin ár enda fjölmargir viðburðir orðnir fastir liðir hjá íbúum sem og gestum. Líkt og önnur ár eru keppnir eins og rauðhærðasti Íslendingurinn og best skreytta húsið eða írskasta húsið og í verðlaun í báðum flokkum eru ferðir fyrir tvo til Dublin á Írlandi. Skráning í allar keppnir á Írskum dögum skal sendast á netfangið irskirdagar@akranes.is. Þá er bæjarbúum jafnframt bent á að tilkynna um götugrill sín á sama netfang. Heppnir grillarar fá óvænta uppákomu.

 

Skemmtum okkur saman á Írskum dögum! 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00