Íbúar hvattir til að kynna sér Skipulagsgátt
Akraneskaupstaður vill vekja athygli íbúa á svokallaðri Skipulagsgátt sem er sameiginleg upplýsingagátt fyrir skipulagsmál á landsvísu. Þar er allt skipulag í kynningu auglýst og aðgengilegt almenningi, þar á meðal aðalskipulag, deiliskipulag og grenndarkynningar.
Markmið Skipulagsgáttar er að auka gagnsæi og bæta aðgengi íbúa að upplýsingum um skipulagsmál í nærumhverfi sínu.
🔵 Í gáttinni geta íbúar kynnt sér þau skipulagsmál sem eru í kynningu hverju sinni, skoðað gögn og kort og fylgst með þróun mála.
🔵 Hægt er að skrá sig í áskrift að ákveðnum svæðum og fá tilkynningar þegar nýtt skipulag eða grenndarkynningar eru auglýstar á þeim svæðum.
🔵 Jafnframt er hægt að koma á framfæri athugasemdum og ábendingum við skipulag í kynningu og grenndarkynningar, innan tilgreinds frests.
Hér eru leiðbeiningar um notkun Skipulagsgáttar fyrir þá sem vilja kynna sér málið nánar.
Einnig hefur verið tekið upp nýtt fyrirkomulag varðandi grenndarkynningar. Grenndarkynningar berast ekki lengur með hefðbundnum pósti frá Íslandspósti heldur eru þær nú sendar beint í pósthólf viðkomandi aðila á Island.is.
Með þessum breytingum er stefnt að bættri upplýsingagjöf og aukinni þátttöku íbúa í skipulagsferlinu.
Fréttasafn
- 2026
- janúar
- 2025
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember





