Fara í efni  

Íbúar á Akranesi orðnir átta þúsund talsins

Logi Breiðfjörð Franklínsson og Yrsa Þöll Eyjólfsdóttir ásamt nýfæddum syni sínum og Sævari Frey Þrá…
Logi Breiðfjörð Franklínsson og Yrsa Þöll Eyjólfsdóttir ásamt nýfæddum syni sínum og Sævari Frey Þráinssyni bæjarstjóra

Áttaþúsundasti íbúinn á Akranesi fæddist á sjúkrahúsinu á Akranesi rétt eftir hádegi þann 21. desember 2022. Foreldrar hans eru skagamennirnir Yrsa Þöll Eyjólfsdóttir og Logi Breiðfjörð Franklínsson en þau eignuðust son sem var 54 cm og 16 merkur að þyngd. Drengurinn er annað barn þeirra Yrsu og Loga en fyrir eiga þau soninn Sævar Loga sem er rúmlega þriggja ára gamall. 

Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri færði foreldrum og nýjasta íbúanum heillaóskir og gjöf frá Akraneskaupstað í tilefni dagsins. Við óskum foreldrum og barni gæfuríkrar framtíðar og til hamingju með að vera íbúi nr. 8000 á Akranesi.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00