Fara í efni  

Íbúafundur Veitna á Akranesi

Veitur boða til íbúafundar á Akranesi til að eiga samtal við bæjarbúa um þjónustu fyrirtækisins í sveitarfélaginu. Fundurinn verður haldinn í Golfskálanum miðvikudaginn 19. nóvember kl. 19.30-21.30.

Haraldur Benediktsson bæjarstjóri opnar fundinn og Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdastýra Veitna fer yfir starfsemi fyrirtækisins í bænum. Sólrún mun meðal annars ræða fyrirhugaða leit að heitu vatni, hvers vegna lekar eru algengari á sumum svæðum en öðrum og hvernig Veitur munu vaxa með samfélaginu á Skaganum.

Fundurinn er öllum opinn og nægur tími gefst til að svara spurningum úr sal. Öll velkomin.

 

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00