Fara í efni  

Hugmynd að nýju framtíðarskipulagi á Breið

Breið þróunarfélag í samstarfi við Brim hf., Akraneskaupstað og Arkitektafélag Íslands mun kynna niðurstöður hugmyndasamkeppni á Breið mánudaginn 27. júní kl. 15 í Hafbjargarhúsinu að Breiðargötu 2C á Akranesi.

Niðurstöður dómnefndar í hugmyndasamkeppninni um framtíðarskipulag á Breiðinni verða kynntar en alls bárust 24 tillögur í keppnina sem var öllum opin.

Formaður dómnefndar mun fara yfir vinningstillögurnar en hægt verður að sjá allar tillögurnar á staðnum auk þess sem þær verða til sýnig á heimasíðu Arkitektafélags Íslands og Breiðar þróunarfélags.

Allir velkomnir


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00