Fara í efni  

Hinn árlegi Malavímarkaður í Grundaskóla

Fimmtudaginn 24. nóvember verður árlegur Malavímarkaður í samstarfi við Rauða kross Íslands í Grundaskóla frá klukkan 11:45-13:15. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Á markaðnum verður hægt að versla ýmsar vörur sem nemendur hafa unnið að síðastliðnar vikur auk þess sem nemendur í unglingadeild ætla að vera með kaffihús á salnum þar sem boðið verður upp á nýbakaðar vöfflur og kaffi. Ekki verður hægt að greiða með greiðslukortum. Inn á sal verða jafnframt flutt tónlistaratriði. Öll innkoma af markaðnum rennur óskipt í söfnun fyrir börn í Malavíu. Nemendur og starfsfólk Grundaskóla hafa safnað fyrir fátækum börnum í Malaví í rúman áratug. Rauði krossinn í Malaví og á Íslandi hafa veitt Grundaskóla sérstaka viðurkenningu fyrir þetta frábæra verkefni sem hefur verið nefnt „Að breyta krónum í gull“. 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00