Fara í efni  

Hefðbundin akstursleið Akranesstrætó tekur gildi á ný

Hefðbundin akstursleið Akranesstrætó tók gildi á ný í þessari viku og er ný tímatafla og yfirlitskort aðgengileg hér.

Tímabundnar breytingar voru gerðar í desember síðastliðnum vegna byggingar fimleikahúss við Háholt/Vesturgötu. Breytingin fólst í því að stoppistöð nr. 22 var færð frá Háholti og á Vesturgötu og stoppistöð nr. 29a var færð frá Merkigerði og á Vesturgötu. Vagninn fór því ekki lengur um Háholtið. Horfið hefur verið frá þessari breytingu og fer vagninn því sína hefðbundnu leið á ný. 

Beðist er velvirðingar á að hafa ekki komið þessum upplýsingum á framfæri fyrr.  

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu