Fara í efni  

Hátíðarfundur í bæjarstjórn Akraneskaupstaðar

Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar 2018-2022 ásamt sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs og bæjarstjó…
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar 2018-2022 ásamt sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs og bæjarstjóra. Aftari röð f.v Steinar Adolfsson, sviðsstjóri, Einar Brandsson, Valgarður Lyngdal Jónsson, Ragnar B. Sæmundsson, Kristinn Hallur Sveinsson, Ólafur Adolfsson, og Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri. Fremri röð f.v. Elsa Lára Arnardóttir, Rakel Óskarsdóttir, Sandra Margrét Sigurjónsdóttir og Bára Daðadóttir

Í tilefni 80 ár afmælis Akraneskaupstaðar var haldinn hátíðarfundur í bæjarstjórn Akraness á Dalbraut 4, miðvikudaginn 18. maí s.l.

Bæjarfulltrúar mættu prúðbúnir á fundinn og í viðhafnarskyni var fundarsalurinn skreyttur blómum.

Valgarður Lyngdal Jónsson forseti bæjarstjórnar stýrði fundinum, sem jafnframt var síðasti fundur fráfarandi bæjarstjórnar.

Eitt mál var á dagskrá þar sem samþykkt var að stofnaður yrði Listkaupasjóður Akraneskaupstaðar. Sjá eftirfarandi:

,,Bæjarstjórn Akraness samþykkir að stofnaður verði „Listkaupasjóður Akraneskaupstaðar“ sem hafi það markmið að kaupa listaverk til notkunar í almenningsrýmum innan og utan dyra með áherslu á verk eftir listamenn frá Akranesi.

Ákvarðanir um kaup á listaverkum verði í höndum menningar- og safnanefndar Akraneskaupstaðar.

Bæjarstjórn Akraness samþykkir jafnframt að sjóðnum verði lagðar til 2,5 milljónir kr. á árinu 2022.''


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00