Fara í efni  

Grundaskóli 35 ára

Aðstandendur leikmunasýningar Grundaskóla sem var opnuð í dag á safnasvæðinu í Görðum ásamt skólastj…
Aðstandendur leikmunasýningar Grundaskóla sem var opnuð í dag á safnasvæðinu í Görðum ásamt skólastjóra. Frá vinstri Flosi Einarsson, Gunnar Sturla Hervarsson, Einar Viðarsson, Eygló Gunnarsdóttir og Sigurður Arnar Sigurðsson. Ljósmynd: Margrét Ákadóttir.

Grundaskóli fagnaði 35 ára afmæli sínu í dag og hélt upp á afmælið með fjölbreyttum hætti. Farið var í skrúðgöngu í morgun frá skólanum og í íþróttahúsið að Jaðarsbökkum þar sem fram fór samsöngur hjá öllum bekkjum skólans. Í safnaskálanum í Görðum var svo opnuð leikmunasýning úr söngleikjum skólans og starfsfólki boðið í afmæliskaffi. 

Grundaskóli var fyrst settur 6. október 1981. Skólinn var í upphafi stofnaður í anda nýrra hugmynda og varð skólinn fljótlega  þekktur fyrir að fara ótroðnar slóðir í kennslumálum. Eins og fram kemur í grein Sigurðar Arnar Sigurðssonar skólastjóra sem birtist í Skessuhorni þann 5. október þá var skólinn með svokallað opið skólastarf og var hannaður þannig að auðvelt væri að opna kennslurými og brjóta upp starfið. Nemendur Grundaskóla eru 630 í dag og starfsmenn um eitt hundrað. Fyrsti skólastjóri Grundaskóla var Guðbjartur Hannesson en hann var skólastjóri frá árinu 1981 til 2007. Hrönn Ríkharðsdóttir var skólastjóri frá árinu 2004 og gengdi því starfi allt til 1. ágúst síðastliðinn þegar Sigurður Arnar tók við stjórn skólans. Akraneskaupstaður óskar Grundaskóla til hamingju með daginn og gerir orð skólastjórans að sínum ,,Grundaskóli er góður skóli af því að þar eru frábærir nemendur, öflugur foreldrahópur og góðir starfsmenn.

Hér má sjá fleiri myndir frá viðburðum dagsins

 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00