Fara í efni  

Grenndargámar/flokkunarstöðvar fyrir sorp

Efni: Grenndargámar

Á fundi skipulags- og umhverfisráðs sem haldinn var þann 31. október 2022, var fjallað um staðsetningu grenndargáma á Akranesi. Þar var ákveðið að grenndargámum yrði komið fyrir á bílaplani við Vesturgötu 27, bílaplani aftan við bókasafn við Dalbraut 1 og á bílaplani við Jörundarholt. Í framhaldinu verða fleiri staðsetningar athugaðar og grenndargámum mögulega fjölgað. Á hverri grenndargámastöð verða gámar fyrir málma, gler, pappi/pappír og plast. Einnig verður möguleiki á að bæta við ílátum fyrir fleiri flokka svo sem textíl, flöskur/dósir, kertavax, rafhlöður og fleira. Ætlunin er að hefja uppsetningu á umræddum grenndargámum þann 20. janúar 2023.

Bókun skipulags- og umhverfisráðs:

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að hafin verði undirbúningur að grenndarstöðvum við Vesturgötu 27, Dalbraut 1, bílastæði við Jörundarholt og í framhaldinu verði horft til fleiri staðsetninga. Horft verði til úrgangsflokka sem innihalda málma, gler, pappír, plast, textíl.

Meðfylgjandi eru uppdrættir af fyrirhugaðri staðsetningu. Ef þú/þið hafið einhverjar ábendingar við fyrirhugaðar framkvæmdir, vinsamlegast komið þeim á framfæri á netfangið akranes@akranes.is eða senda þær skriflega í þjónustuver Akraneskaupstaðar að Dalbraut 4, fyrir 4. Janúar n.k.

 

        

      Vesturgata 27                                                                             Dalbraut 1

   

  Jörundarholt                                                                                              Tillaga að útliti grenndarstöðvar


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00