Fara í efni  

Götuljósin kveikt í kvöld

Óvenju dimmt var yfir Akranesi í gærkvöldi þar sem götulýsing var í ólagi. Ástæðan var sú að samskiptastrengur frá þjónustuaðila Veitna rofnaði.

Samkvæmt upplýsingum frá Veitum hefðu ljósin undir venjulegum kringumstæðum verið kveikt strax með fjarstýringu, en sambandsleysið gerði það að verkum að bakvaktarmaður Veitna þurfti að koma á staðinn og kveikja þau handvirkt um kl. 22 í gærkvöldi.

Míla vinnur nú að viðgerð á strengnum og tenging Veitna til að fjarstýra lýsingunni ætti að vera komin í lag nú um hádegi. Kveikt verður á ljósunum þar til samband næst aftur svo Skagamenn þurfa ekki að hafa áhyggjur af ljósleysi í kvöld.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00