Fara í efni  

Góð mæting í fyrstu lýðheilsugönguna af fjórum

Góð mæting var í fyrstu lýðheilsugöngu haustsins á Akranesi í fallegu veðri miðvikudagurinn 4. september sl. Þar fræddi Katrín Leifsdóttir göngumenn um Slögu, skógræktarsvæði Skógræktarfélags Akraness í Akrafjalli á meðan gengið var um svæðið.

Akraneskaupstaður og Íþróttabandalag Akranes í samstarfi við Ferðafélag Íslands bjóða upp á lýðheilsugöngur alla miðvikudaga í september. Göngurnar hefjast alltaf kl. 18:00 og er tilgangur þeirra að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og bæta þar með heilsu sína og lífsgæði. Frábærir sjálfboðaliðar leiða göngurnar og verður frítt í sund  fyrir göngugarpa að göngum loknum.  Börn skulu vera í fylgd með fullorðnum.

Næsta ganga er strandganga, miðvikudaginn 11. september. Sú ganga hefst við Leyni, nánar tiltekið við listaverkið “Himnaríki” sem staðsett er rétt innan við Höfða. Gengið verður meðfram ströndinni að tjaldstæðinu við Kalmansvík. Einhverjir fróðleiksmolar gætu fylgt með á leiðinni. Gert er ráð fyrir að gangan taki um 1 1/2 -2 klukkustundir. Börn skulu vera í fylgd með fullorðnum. Gönguna leiða Anna Bjarnadóttir og Hallbera Jóhannesdóttir.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00