Fara í efni  

Gjörbreyting á bragganum

Í lok júní á þessu ári skrifuðu Akraneskaupstaðar og Laugar ehf. undir samning um opnun glæsilegrar World Class líkamsræktarstöðvar á Akranesi. Við það tækifæri var tekin mynd af eigendum World Class, bæjarstjóra, meðlimum úr bæjarstjórn og starfsmönnum Akraneskaupstaðar.

Fyrr í þessum mánuði var svo opið hús í nýju fjölnota íþróttahúsi bæjarins, Grundaskóla og World Class, en við það tækifæri var tekin ný mynd af nær sama hópi. Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir eigendur World Class áttu þó ekki heimangengt, en í þeirra stað mættu þeir Gerald Brimir og Helgi Arnar stöðvarstjórar nýju stöðvarinnar auk þess sem Kristinn Hallur Sveinsson bæjarfulltrúi var mættur í stað Guðmundar Ingþórs Guðjónssonar.

Á myndinni má glöggt sjá þá gjörbreytingu sem orðið hefur á bragganum á Jaðarsbökkum. Stöðvarstjórunum voru færð blóm og hamingjuóskir enda stöðin glæsileg viðbót við það heilsueflandi samfélag sem Akranes er.

Eins og flestum Skagamönnum er kunnugt um voru dyrnar að nýju World Class stöðinni opnaðar í lok október. Í dag var þar opnað rakarastúdíó og reiknað er með að framkvæmdir við heitan hóptíma- og jógasal og PilatesClub sal ljúki um áramót.

Hér fyrir neðan má sjá fleiri myndir sem ljósmyndari BLIK Studio tók þennan dag af ánægðum bæjarbúum í nýjum íþróttamannvirkjum.




Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00