Fara í efni  

Gatnaframkvæmdir - næstu viðhaldsverkefni

Nú þegar gatnaframkvæmdum á Garðagrund er lokið og búið er  að opna fyrir alla umferð um götuna þá er komið að næst verkefni við gatnaviðhald en það eru viðgerðir á efri hluta Suðurgötu, frá Skagabraut niður undir Akratorg, ásamt viðgerðum á Krókatúni.

Framkvæmdir við Suðurgötu byrja í næstu viku, þ.e. mánudaginn 24. ágúst. Nauðsynlegt er að loka hluta götunnar fyrir umferð og að íbúar fjarlægi bíla af þeim götunnar, sem verktaki er að vinna við á hverjum tíma. 

Fyrst verður tekið fyrir svæðið frá móts við Suðurgötu 68 að gatnamótum við Merkigerði. Þessi götupartur verður lokaður fyrir umferð á meðan á viðgerðum stendur. Áætlað er að verktími við viðgerðir á Suðurgötu verði um tvær vikur, þ.e. frá Suðurgötu 68 að Skagabraut. Reynt verður að upplýsa íbúa um framvindu verksins og takmarkanir á umferð eins og hægt er á hverjum tíma með upplýsingum á heimasíðu kaupstaðarins.

Einnig verður unnið við viðgerðir á Krókatúni. Sú vinna mun einnig byrja í næstu viku, þ.e. mánudaginn 24. ágúst. Veitur munu þá hefja vinnu við lagnir í Krókatúni. Á meðan á viðgerðum stendur verður Krókatún lokað fyrir umferð, sérstaklega þegar Veitur þvera götuna með lagnaskurðum. Þegar verkefnum vegna lagna er lokið munu viðgerðir verða framkvæmdir á skemmdum svæðum á götunni. Reynt verður að upplýsa íbúa um framvindu verksins og takmarkanir á umferð eins og hægt er á hverjum tíma með upplýsingum á heimasíðu kaupstaðarins.

Röskun verður á leið strætisvagns, þ.e. Reykjavíkurstrætó númer 57, vegna lokunnar á Suðurgötu frá neðri gatnamótum Suðurgötu og Mánabrautar að Merkigerði.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00