Fara í efni  

Garðasel - nýr leikskóli tekin í notkun

Elstu börnin á deildinni Vík í Garðaseli mættu í morgun nýbyggðan leikskóla að Asparskógum 25, sem mun á næstu mánuðum taka við af eldri byggingu leikskólans.

Að sögn Guðríðar Sigurjónsdóttur, deildarstóra á Vík gengu flutningarnir vel og voru börnin mjög kát þegar þau komu inn í nýja leikskólann.

Áætlað er að taka miðálmu og norðurálmu 1. hæðar í notkun um áramót 2022-2023 en þar verður pláss fyrir tvær deildir og síðan er fyrirhugað að flutt verði í  norðurálmu á 2. hæð um mánaðamótin janúar og febrúar á næsta ári, þar verða einnig tvær deildir.

Framkvæmdir hófust vorið 2021 þegar Skóflan byrjaði að taka grunninn, síðan tók Sjammi við með uppsteypu og ytri frágang. E. Sigurðsson er með innanhússfrágang og Jarðyrkja sér um frágang lóðar.

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00