Fara í efni  

Garðalundur snyrtingar lokað

Vegna ítrekaðra skemmda á klósettum í salernisskúr við skógræktina hefur verið ákveðið að loka þeim tímabundið.

Til stendur að setja upp eftirlitsmyndavélar á svæðinu og verða þau opnuð aftur þegar þær verða komnar upp.

Við biðjumst velvirðingar á óþægindum vegna þessa.

Ef einhverjir hafa orðið varir við sérkennilegar mannaferðir á svæðinu kringum salernisskúrinn eða við gróðurhúsið væri gott að fá ábendingar um það.

Hægt er að hafa sambandi við þjónustuverið í síma 433 1000 eða við garðyrkjustjóra í síma 898 3490.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00