Fara í efni  

Garðagrund opnar á ný fyrir umferð

Framkvæmdum er nú að ljúka við Garðagrund og hefur gatan verið opnuð á ný fyrir umferð. Í þessum framkvæmdum var 250 metra götukafli endurnýjaður ásamt nýjum kantsteinum. Gangbraut var upphækkuð og þrengd í sex metra til þess að stuðla að umferðaröryggi gangandi vegfarenda. Víkurbraut og Bjarkargrund opna á morgun. Verktaki við þessa framkvæmd var Skóflan hf. og Ingólfur Valdimarsson sá um hellulögn á svæðinu. 

Gatnaframkvæmdir halda áfram á Akranesi en næst verður kafli við Suðurgötu, frá Akratorgi og að Skagabraut lagfærður þar sem gert verður við skemmdir og vegkaflinn réttur af. 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu