Fyrsti samráðsfundur Öruggara Vesturlands
Fyrsti samráðsfundur Öruggara Vesturlands var haldinn þriðjudaginn 6.maí sl. á Hótel Hamri í Borgarnesi. Fjölmennt var á fundinum og mættu tæplega hundrað mans á fundinn. Samstarfsvettvangurinn um Öruggara Vesturland var settur á stofn á Farsældardeginum 16. maí á síðasta ári. Að samstarfinu standa rúmlega tuttugu aðilar á Vesturlandi, sveitafélög, HVE, menntastofnanir, SSV, Vesturlandspófastdæmi, sýslumaðurinn á Vesturlandi, íþróttasambönd, Lögreglustjórinn á Vesturlandi ofl.
Á fundinum var áherslan lögð á umræðu og fyrirlestra um farsæld barna og ungmenna og hvernig samstarfsaðilar verkefnisins geta stutt betur við þau. M.a ræddu þau Heiða Björk Guðjónsdóttir og Sigurrós Ingimarsdóttir tengiliðir farsældar í leikskólum Akraneskaupstaðar og Ársæll Rafn Erlingsson deildarstjóri stoðþjónustu í Þorpinu á Akranesi um áhrif farsældarlaganna á starf með börnum og fjölskyldum þeirra í leikskólum og frístundastarfi á Akranesi.
Einnig voru erindi frá Hugrúnu Hrönn Kristjánsdóttur, þýðandi bókarinnar Líkaminn geymir allt um tengsl áfalla og fíknar, Bergdísi Wilson, sviðsstjóra Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu um úrræði þeirra Heillaspor, Föruneyti barna og Landsteymið og Þóru Jónsdóttur, sérfræðing hjá SAFT – netöryggismiðstöðinni og Fjölmiðlanefnd um hinn stafræna heim barna.
Á fundinum unnu þátttakendur í hópum með raunhæf dæmi um börn í vanda. Þá var rætt hvernig væri hægt að þróa frekar úrræði fyrir börn á Vesturlandi, hvað væri hægt að gera til að styðja betur við fjölskyldur á svæðinu og hvað mætti gera enn betur.
Að sögn Báru Daðadóttir, verkefnastjóri farsældarmála hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi sýnir samráðsfundurinn glögglega þann mikla áhuga og vilja sem er til staðar á Vesturlandi til að vinna saman að farsæld barna og ungmenna. Með samstarfi allra þessara aðila getum við unnið markvisst að því að styrkja stuðningsnetið og fjölga úrræðum fyrir börnin okkar og fjölskyldur þeirra.
Fréttasafn
- 2025
- janúar febrúar mars apríl maí
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember