Fara í efni  

Fyrri umræðu lokið um fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar fyrir árin 2019-2022

Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar fyrir árið 2019 og þriggja ára áætlun 2020 til 2022 var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Akraness síðastliðinn þriðjudag þann 13. nóvember. Einnig var fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun 2019-2022 lögð fyrir. Bæjarstjórn Akraness samþykkti að vísa áætluninni til síðari umræðu í bæjarstjórn sem fer fram þann 11. desember næstkomandi.

Í fjárhagsáætlun næsta árs er gert ráð fyrir óbreyttu útsvari eða 14,52% og að gjaldskrár hækki í samræmi við áætlaða vísitöluhækkun neysluverðs, eða um 2,9%. Sorphreinsunar- og eyðingargjald verður óbreytt og álagningarprósentur fasteignaskatts lækka. Rekstrarafkoma kaupstaðarins fyrir árið 2018 stefnir að verða góð og mikilvægt er að viðhalda þeim árangri áfram og nýta þau tækifæri sem eru til staðar til uppbyggingar og þróunar i sveitarfélaginu. Sóknarfæri Akraneskaupstaðar og áskoranir á árinu 2019 eru fjölmargar, til að mynda tryggja farsælan farveg í uppbyggingu á Sementsreit í samvinnu með ríkinu, leggja lokahönd á hönnun og teikningar á nýju íþróttasvæði á Jaðarsbökkum, vinna að lausnum og undirbúa fjölgun leikskólaplássa í bæjarfélaginu í samræmi við tillögu starfshóps sem koma á næsta ári, auka sýnileika á Akranesi sem vænlega kost til atvinnuuppbyggingar með ráðningu nýs verkefnastjóra atvinnumála, stefnumörkun til undirbúnings menntunar leik- grunnskóla og fjölbrautaskóla vegna fjórðu iðnbyltingarinnar og margt fleira.

Fundargerð bæjarstjórnar er aðgengileg hér
Kynning bæjarstjóra um fjárhagsáætlunina er aðgengileg hér.

 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00