Fara í efni  

Frí námsgögn í grunnskólum á Akranesi

Á fundi bæjarráðs Akraneskaupstaðar, sem haldinn var þann 27. júlí 2017, var samþykkt tillaga skóla- og frístundaráðs,  að frá og með hausti 2017 muni Akraneskaupstaður leggja öllum grunnskólanemendum til námsgögn þ.e. ritföng og stílabækur, foreldrum að kostnaðarlausu. Áætlaður heildarkostnaður er rúmar 4 m.kr. á ári eða kr. 4.000 pr. nemanda.

Með ákvörðun sinni vill bæjaryfirvöld tryggja öllum börnum á grunnskólaaldri á Akranesi, grunnmenntun án endurgjalds og stuðla þannig að jafnræði í námi.

 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00