Fara í efni  

Fréttatilkynning frá Veitum vegna Suðurgötu, Háholts og Skagabrautar

Líkt og bæjarbúar hafa orðið varir við þá hafa verið í gangi miklar framkvæmdir í gangi á Suðurgötu og Háholti. Hér verður stiklað á stóru varðandi framkvæmdirnar til upplýsinga fyrir bæjarbúa en eins og sjá má er ekki alltaf vitað um nákvæmt ástand veitukerfanna sem grafin eru í jörð og að uppgröftur leiðir í ljós atriði sem ekki var hægt að sjá fyrir þegar Verkefni eru skipulögð. Það má með sanni segja að sú hafi verið raunin í verkefnum Veitna á Akranesi í sumar.

Suðurgata

Þegar framkvæmdir hófust í janúar leit út fyrir að um frekar einfalt verkefni lægi fyrir, tengja átti nýjar byggingarlóðir inn á núverandi veitukerfi auk þess að leggja nýjan háspennustrengi að væntanlegri spennustöð á Sementsreit.

Þegar gröftur hófst í götu komu í ljós ýmsar hindrarnir sem hafa haft þær afleiðingar að verkefnið snérist ekki lengur um að tengja inn nokkrar byggingarlóðir heldur þurfti að fara í alsherjar endurnýjun á kaldavatnslögnum og ákveðið var að skipta um öll niðurföll í götum og leggja nýjar regnvatnslagnir. Það að þurfa að breyta verki eftir að það hefst veldur ávallt miklum töfum þar sem leggjast þarf yfir hönnun upp á nýtt og endurhanna.

Nú er gert ráð fyrir að þessum fyrri hluta framkvæmda á Suðurgötu ljúki í ágústmánuði. Þá verður hafist handa við seinni áfangann sem nær frá Merkigerði að Suðurgötu 117. Stefnt er að því að ljúka honum á fjórum mánuðum.

Háholt

Í Háholti stóð upphaflega til að skipta út frárennslislögn í stíg og götu og bæta við regnvatnslögn. Þegar gröftur hófst komi í ljós að kaldavatnslögn lá of nærri núverandi frárennslislögn og þurfti því einnig að skipta henni út.. Við gröft á frárennsli kom einnig í ljós að núverandi frárennslislagnir voru orðar það illa farnar að leggja þurfti bráðabirgðalagnir til að halda vinnusvæði þurru. Upphaflega átti að stoppa endurnýjun við Háholt 14 en þegar verið var að leita að tengipunkti kom í ljós að frárennslislögn milli Háholts 15-17 var fallin saman að hluta og því þurfti einnig að skipta út þeim hluta. Núna er staðan sú að búið er að bráðabirgðatengja frárennsli milli Háholts 15 og 17 og fyrirhugað er að leggja nýjar lagnir þegar búið er að steypa götu á milli Háholts 17-23 til að halda aðgengi fyrir vélar opnu.

Stefnt er á að byrja steypa götu milli Háholts 17-23 í næstu viku og að síðari hluti muni klárast í lok júlí.

Skagabraut

Takmarkanir á umferð í Skagabraut áttu að taka stuttan tíma en til að geta komið frárennsli frá stíg í frárennslisbrunna í Skagabraut þurfti að taka í sundur stóra kaldavatnslögn í gangstétt. Þegar tengja átti kaldavatnslögnina aftur komu í ljós vandræði með tengi. Erfiðlega hefur gengið að fá tengi sem passa á milli nýju og gömlu lagnanna. Hefur þessi tengivinna haft þau áhrif á að ekki var hægt að byrja á hitaveitulögnum strax, nú er þó sú vinna hafinn í stíg. Stefnt er á að vinna við stíginn ljúki í lok júlí en ekki er alveg ljóst hvenær hægt verður að ljúka vinnu við tengingar á kaldavatninu.

Allir sem koma að framkvæmdinni er það ljóst að hún hefur haft mikil áhrif á byggingaraðila og íbúa sem búa næst svæðinu, samstarf við flesta íbúa hefur verið mjög gott og þökkum við fyrir það.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00