Fara í efni  

Framkvæmdir við Garðagrund og Leynisbraut

Framkvæmdir verða við Garðagrund og Leynisbraut næstu tvær vikur, frá 29. júní. Um er að ræða framkvæmdir við götuviðhald. Götunum verður ekki lokað, nema ákveðnum hlutum í styttri tíma. Því verða umferðartafir, sérstaklega miðvikudaginn 30. júní og fimmtudaginn 1.júlí. Vegfarendur eru beðnir um að fara varlega og taka tillit til aðstæðna, á meðan á framkvæmdum stendur. Um er að ræða fyrstu aðgerðir við götuviðhald á þessum götum. Eftir fyrstu aðgerðir verður haldið áfram með verkefni. Gera má ráð fyrir því að götupörtum verði lokað þá fyrir allri umferð í einhvern tíma. Götulokanir verða auglýstar á heimasíðu kaupstaðarins, áður en til þess kemur.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00