Fara í efni  

Framkvæmdir í Akranesvita

Um þessar mundir sinnir Vegagerðin framkvæmdum í Akranesvita, að innan sem og að utan. Framkvæmdir hófust í lok maí og búið er að mála veggi innandyra, ljósahúsið og stigann. Á morgun er stefnt að því að vitinn verði múrkústaður að utan. Að sögn Ingvars Hreinssonar verkstjóra hafa framkvæmdir gengið vel og á hann von á því að þeim ljúki í lok þessarar viku. 

Ný þjónustu- og salernishús voru flutt á Breið í lok mars. Framkvæmdir við húsin hófust í lok maí og er stefnt að því að taka þau í notkun um miðjan júní. Verið er að klára pall fyrir framan húsin, undirbúa þau að innan og verið er að vinna með hugmynd um stækkun bílastæðisins á svæðinu. 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00