Fara í efni  

Framkvæmdasamningur undirritaður milli Akraneskaupstaðar og Skotfélagsins

Þann 22. maí síðastliðinn var undirritaður framkvæmdasamningur milli Akraneskaupstaðar og Skotfélags Akraness. Um er að ræða fjárhagslegan styrk við framkvæmd á athafnasvæði Skotfélagsins sem felur í sér að koma upp rennandi vatni og hreinlætisaðstöðu, leggja rafmagn á svæðið í stað þess að nota ljósavél og girða hluta svæðisins betur af. Það var bæjarráð Akraness sem samþykkti fjárveitinguna á fundi sínum þann 28. mars síðastliðinn en áætlað er að framkvæmdirnar kosti um 5 m.kr.

Skotfélag Akraness er ört stækkandi íþróttafélag undir merkjum Íþróttabandalags Akraness. Virkir félagsmenn eru um 100 talsins, bæði konur og karlar. Nokkur landsmót og íslandsmeistaramót í haglabyssuskotfimi hafa verið haldin á skotæfingarsvæði félagsins sem og einnig skotvopnanámskeið ásamt hæfnispróf fyrir hreindýraveiðimenn. Skotfélagið á í dag félagsmann sem er bikarmeistari og landsliðsmaður í haglabyssuskotfimi og hafa til að mynda verið haldnar landsliðsæfingar karla og kvenna á svæðinu í vetur, þar sem bestu skotmenn landsins koma saman.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00