Fara í efni  

Framkvæmda fréttir - Grundaskóli (mars.2024)

Með fréttaseríunni ,,Framkvæmda fréttir
Með fréttaseríunni ,,Framkvæmda fréttir" vill Akraneskaupstaður upplýsa íbúa um yfirstandandi framkvæmdir bæjarfélagsins. Það er af nægu að taka og því áhugavert fyrir íbúa að kynnast ferlinu sem og sjá framvindu mála.

Grundaskóli - Endurbætur og viðbygging.

Verktaki: Sjammi ehf.

Arkitekt hússins: Andrúm ehf.

Verkfræðihönnun: Víðsjá verkfræðistofa.

Eftirlitsaðili: Efla ehf.

Umfang framkvæmdarinnar er umtalsvert, hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir verkið:

Um er að ræða breytingar og endurbætur á C-álmu Grundaskóla, elsta hluta skólans.

Byggingin stækkar þannig að 3. hæð fær að hluta til hærra þak sem nær gafla á milli.

Að vestanverðu verður byggt nýtt anddyri ásamt því að byggt verður yfir eldri útistiga og hann hækkaður um eina hæð. Á suðurhlið verður anddyri stækkað og að norðanverðu verður byggt nýtt anddyri.

Innandyra verður byggingin endurnýjuð að miklu leyti, tilfærslur verða á rýmum, salerniskjarnar verða færðir til og almennt lögð áhersla á björt rými með góðri hljóðvist og góðu aðgengi. Raf-, pípu- og loftræsikerfi verða endurnýjuð.

C-álman stækkar úr 2.320 m2 í 2.750 m2. Þar af eru ný anddyri og stækkun anddyra á 1. hæð samtals 230 m2, ný bygging í kringum stiga á 2. hæð er um 30 m2 og stækkun 3. hæðar er um 170 m2, en 3. hæðin er fyrir um 180 m2.

Hvar er framkvæmdin stödd í dag:

Breytingar og endurbætur á C-álmu Grundaskóla hófust í mars. 2023 og hafa því staðið yfir í eitt ár. Á þessu tímabili hefur margt áunnist og framkvæmdir hafa gengið vel.

Hvað hefur verið gert á 1. hæð skólans, list- og verkgreinastofur:

  • Hæðin var gerð fokheld.
  • Frárennslislagnir hafa verið endurnýjaðar.
  • Nýir innveggir hafa verið reistir.
  • Lagnavinna raf-, pípu-, og loftræstikerfis langt komin.
  • Búið er að steypa upp ný anddyri.
  • Búið er að endurnýja alla glugga á hæðinni.
  • Búið er að flota alla gólffleti.

 

Á þessum myndum sjáið þið 1. hæð skólans, smíðastofu, myndmennt og textíl. (Myndir frá því í byrjun febrúar 2024).

Hvað hefur verið gert á 2. hæð skólans, kennslustofur:

  • Hæðin var á þessu stigi nú þegar fokheld.
  • Nýir innveggir hafa verið reistir.
  • Búið er að endurnýja alla glugga á hæðinni.
  • Búið er að flota alla gólffleti.
  • Lagnavinna raf-, pípu-, og loftræstikerfis er hafin.
  • Þakið hefur verið endurnýjað, klæðning og einangrun.

Á myndinni sjáið þið alrými 2. hæðar sem opnast upp á 3. hæð og inn í kennslustofur. (Mynd frá því í byrjun febrúar 2024).

Hvað hefur verið gert á 3. hæð skólans, rými fyrir starfsfólk:

  • Límtrésbygging hefur verið reist og lofthæð hækkuð.
  • Upprunalegur útistigi yfirbyggður með límtrésbyggingu.
  • Upprunalegur útistigi hefur fengið talsverðar endurbætur.
  • Upprunalegur útistigi við vesturhlið byggingar hækkaður um eina hæð.
  • Nýtt lyftuhús hefur verið steypt upp frá grunni.
  • Eldra lyftuhús hækkað og stækkað.

 

Hér sjáið þið mynd af rými fyrir starfsfólk skólans. (Myndir frá því í byrjun febrúar 2024).

 

Framundan:

Áframhaldandi uppbygging á öllum hæðum C-álmu. Á 1. hæð er málningarvinna að fara í gang samhliða lagnavinnu. Á 2. hæð heldur lagnavinna áfram og framundan er uppsetning glerhjúps á 3. hæð og stigahúsi.

 

Hér má sjá teikningar af C-álmu.

S-00--1231.pdf (akranes.is) 1. hæð

S-00--1232.pdf (akranes.is) 2. hæð

S-00--1233.pdf (akranes.is) 3. hæð


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00