Fara í efni  

Flokkun í anda hringrásarhagkerfis - auglýst eftir umsóknum

Auglýst eftir umsóknum: Flokkun í anda hringrásarhagkerfis

SSV auglýsir eftir áhugasömum rekstraraðilum á Vesturlandi til að taka þátt í verkefni um bætta úrgangsstjórnun. Verkefnið er hluti af áhersluverkefni Sóknaráætlunar 2020-2024 sem nefnist Flokkun í anda hringrásarhagkerfis.

Rekstraraðilar þar sem líklegt er að mest falli til af lífrænum úrgangi eiga kost á að taka þátt í verkefninu og er áhersla lögð á eftirtalda flokka:

  • Matvöruverslanir
  • Matvælavinnslur
  • Veitingastaðir

Valin verða 12 fyrirtæki til þátttöku, fjögur úr hverjum flokki. Ráðgjafi heimsækir fyrirtækin og í þeirri heimsókn er meðhöndlun úrgangs kortlögð og leiðbeint um leiðir til úrbóta.

Tilgangur verkefnisins er að aðstoða rekstraraðila við að greina leiðir til að bæta úrgangsstjórnun bæði hvað varðar flokkun á staðnum og ráðstöfun þess úrgangs sem til fellur, skoða leiðir til að draga úr úrgangi og horfa til þess að bæta nýtingu þess lífræna úrgangs sem til fellur.

Nánari upplýsingar á síðu verkefnisins

Umsóknarfrestur er til og með 1. september
Umsóknir skulu berast á netfangið: hrafnhildur@ssv.is


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00