Fara í efni  

Flóasiglingar

Reykjavíkurborg og Akraneskaupstaður óska eftir rekstraraðila til að taka að sér tilraunaverkefni um beinar siglingar ferju á milli Reykjavíkur og Akraness á tímabilinu maí – september 2016. Hugmyndir sveitarfélaganna eru þær að á tímabilinu sjái rekstraraðili um reglulegar siglingar með á bilinu 50-100 farþega þrisvar sinnum á dag á milli Akraness og Reykjavíkur. Gert er ráð fyrir að báturinn nái að sigla leiðina á 30-45 mínútum þannig að vel fari um farþega þrátt fyrir sjólag. Ekki er gert ráð fyrir flutningi á vélknúnum farartækjum í þessu verkefni.

Markmið tilraunaverkefnisins er að kanna rekstrargrundvöll reglulegra bátsferða á milli sveitarfélaganna. Rekstraraðili þarf því að gera ráð fyrir því að safna upplýsingum m.a. um samsetningu farþega og aðra tengda rekstrarþætti á fyrirhuguðu samningstímabili. Áhugasömum aðilum verður boðið til viðræðna með það fyrir augum að ná markmiðum tilraunaverkefnisins.

Umsækjendur skulu vera í skilum með opinber gjöld og lífeyrissjóðsiðgjöld. Umsækjendur skulu hafa bát til umráða sem uppfyllir kröfur laga og reglugerða varðandi farþegaflutning á sjó. Báturinn skal geta tekið barnavagna og reiðhjól.

Umsókn skal senda innkaupadeild Reykjavíkurborgar á netfangið utbod@reykjavik.is eigi síðar en 10. mars nk. ásamt yfirlýsingu frá þar til bærum aðilum um skil á opinberum gjöldum og lífeyrissjóðsiðgjöldum auk lýsingu á bát þeim sem umsækjandi hefur til umráða. Umsækjendur sem uppfylla skilyrði auglýsingarinnar fá frekari upplýsingar um verkefnið og verður þeim boðið til áframhaldandi viðræðna. Reiknað er með að ákvörðun um val á þjónustuaðila liggi fyrir í mars 2016.   


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00