Fara í efni  

Faxabraut - framkvæmdir

Framkvæmdir við Akranesveg ( 509 ): Faxabraut, endurgerð og grjótvörn, eru hafnar. Verktaki  er Borgarverk ehf, Borgarnesi. Framkvæmdir hófust við námuvinnslu í 35. viku. Vinna við að leggja bráðabirgðaveg meðfram Faxabraut byrjaði núna í þessari viku. Bráðabirgðavegur verður fyrir umferð framhjá svæðinu, þegar verktaki byrjar niðurrif mannvirkja við Faxabraut og vinnu við grjótvörn. Unnið verður við gerð grjótvarnar og uppbyggingu Faxabrautar í vetur. Næsta vor verður vinnusvæðið stækkað upp að Faxatorgi. Endurgerð Faxabrautar mun því vera frá Faxatorgi niður að hafnarsvæði. Verkkaupi er Vegagerðin, en einnig koma að þessu verkefni Akraneskaupstaður og veitufyrirtæki. Áætluð verklok eru um mánaðamótin ágúst september 2021.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00