Fara í efni  

Fallegur dagur til að mála Regnbogagötu á Akranesi

Regnbogagata Akraneskaupstaðar, mynd: Guðni Hannesson
Regnbogagata Akraneskaupstaðar, mynd: Guðni Hannesson

Það var einstaklega fallegur dagur í dag til þess að fagna fjölbreytileikanum og mála Regnbogagötu á Akranesi, gatan er máluð í tilefni af Hinsegin hátíð Vesturlands 2023 sem haldin verður 20-23 júlí næstkomandi. 

Mynd: Guðni Hannesson.

Verkefnið hófst fyrir hádegið í dag og stóð til klukkan 20:00 í kvöld. Fyrstu handtökin tóku fulltrúar frá fyrirtækjum og félagasamtökum sem styrkja regnbogagötuna. En það voru: Íslandsbanki, Málningarvinna Carls, Íþróttabandalag Akraness, Akraneskaupstaður, Norðurál og Steðji.

Sérstakar þakkir fá Carl Jóhann Gränz málarameistari sem verkstýrði hópnum ásamt Veru Líndal Guðnadóttur verkefnastjóra menningarmála, Jón Arnar garðyrkjustjóri, flokkstjórarnir Róberta, Sóley, Fylkir, Ísabella, Hjördís og starfsfólk vinnuskólans Kristófer, Freyja, Eydís, Sara og Sandra, Víkingur, Logi, Soffi, Telma, Ragnar og Hlynur sem stóðu sig með stakri prýði á teipinu og rúllunni, Tinna Royal sem lætur sig aldrei vanta þegar litrík málning er nærri, Dagný hauksdóttir sviðsstjóri mennta- og menningarsviðs og síðasti en ekki síst starfsfólk Þorpsins Bergur Líndal, Guðjón Jósef, Ívar Orri og Harpa, Anna Þóra, Dagný Halldóra og Ástrós Ólafs. Bresabúð sá um að blanda lítrana sem fóru í verkið og fá þakkir fyrir að bjóða okkur hana á betri kjörum!

Regnbogagatan í vinnslu, þónokkrir metrar eftir. Mynd: Rihards Spilva

Við hlökkum til að sjá sem allra flest dást að þessari fallegu götu okkar og mæta í öllum regnbogans litum í Gleðigöngu þar sem fjölbreytileika alls mannfólks verður fagnað, klukkan 14:00 22 júlí, þið finnið allar upplýsingar um hátíðina hér.

Við hvetjum bæjarbúa til þess að byrgja sig upp af regnbogavarning til þess að skreyta Vesturland í öllum regnbogans litum helgina 20-23 júlí, og auðvitað lengur ef fólk vill, þið finnið varning á hinseginvesturland.com.
 
Gatan verður opnuð fyrir umferð í fyrramálið, 4. júlí. 
 
 

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00