Fara í efni  

Dixon-oktettin tók þátt í lokahátíð Nótunnar 2017

Dixon-oktettin frá Tónlistarskólanum á Akranesi tók þátt í lokahátíð Nótunnar í Hörpu þann 2. apríl síðastliðinn. Hópurinn fékk verðlaun fyrir framúrskarandi flutning og var eitt af tíu atriðum sem var tekið upp af Rúv og munu þeir sýna atriðin síðar.

Í Dixon-oktettinum eru söngvararnir Ari Jónsson og Hjördís Tinna Pálmadóttir sem sungu við undirleik Sigurðar Jónatans Jóhannssonar á trompet, Eiðs Andra Guðlaugssonar á saxófón, Huga Sigurðarsonar á rafbassa, Guðjóns Jósefs Baldurssonar á trommur og Guðjóns Snæs Magnússonar á rafgítar. Eðvarð Lárusson var hópnum til stuðnings og lék á píanó.

Akraneskaupstaður sendir þeim hamingjuóskir með árangurinn. 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00