De:LUX ljósalist á Breið 2. og 3. nóvember
Þann 2. og 3. nóvember verður glæsileg ljósalistasýning á Breið milli kl. 19:00-21:00. Sýningin er hér til komin sem hluti af dagskrá Vökudaga og verður henni varpað á gamla olíutankinn á Breið. Þeir sem standa að sýningunni er framleiðslufyrirtækið Einkofi í samstarfi við Factory light festival og verður sérstakur tónlistarflutningur í tengslum við verkefnið frá Hafdísi Bjarnadóttur og Parallax þann 2. nóvember kl. 18:00 í vitanum. Verkefnið er jafnframt styrk af Akraneskaupstað, Vinum Hallarinnar, Nordisk Kulturfond og Creative Europe. Heiðrún Þráinsdóttir Kelly, skagakona hefur staðið þétt að því að koma verkefninu í farveg hérlendis og til Akraness.
De:LUX er samnorrænt tónlistar og ljósalistaverkefni þar sem áhersla er lögð á að vinna nýtt verk innan ákveðins tímaramma og á ákveðnum stað. Fyrsta útgáfa (1st Edition) verkefnisins fór fram í Slemmestad í Noregi í byrjun September þar sem nýju verki var varpað á gamlan iðnaðarturn og sýnt sem hluti af Factory Light Festival. Unnið verður að nýju verki með hópi íslenskra og norskra listamanna og verður sem áður segir verkinu varpað á gamla olíutankinn á Breið.
Gestum og gangandi er velkomið að upplifa tónlist og ljósalist á einstökum stað
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember