Fara í efni  

Dekkjakurl verður fjarlægt

Sparkvöllurinn við Brekkubæjarskóla.
Sparkvöllurinn við Brekkubæjarskóla.

Bæjarráð Akraness samþykkti á fundi sínum í gær þann 10. mars að dekkjakurl á sparkvöllum við Grundaskóla og Brekkubæjarskóla verði fjarlægt á árinu 2016. Var skipulags- og umhverfisráði falið að gera tillögu að breytingu í framkvæmda- og fjárfestingaráætlun með tilliti til þess. 

Á Akranesi eru þrír sparkvellir með svokölluðu gervigrasi. Gúmmíkurlið sem áberandi hefur verið í umræðunni þ.e. endurunnið dekkjakurl, er í tveimur vallanna þ.e. við Grundaskóla og Brekkubæjarskóla en þeir vellir voru lagðir fyrir u.þ.b. 10 árum síðan. Í Akraneshöll er hinsvegar grátt endurunnið þvottavélargúmmí. 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00