Fara í efni  

Degi leikskólans fagnað á Akranesi

Skrúðganga á Akraseli.
Skrúðganga á Akraseli.

Í tilefni af Degi leikskólans á morgun þann 6. febrúar var mikið um að vera í leikskólum Akraneskaupstaðar í dag.

Í Garðaseli var opin söngstund þar sem fjölskyldum barnanna var boðið að koma og taka þátt. Stórir sem smáir skemmtu sér vel, sungu og dönsuðu saman. Í Akraseli var regnbogadagur og hver deild  skreytt með ,,sínum" lit og börnin klæddust í sama lit. Dagurinn hófst með samsöngi í salnum og á eftir var farin skrúðganga undir trommuleik Lárusar tónlistarskólastjóra og Þórðar íþróttakennara. Gengið var tvo hringi í kringum leikskólalóðina í blíðskaparveðri við mikinn fögnuð barnanna. 

Í Vallarseli var einnig hver deild var skreytt með „sínum“ lit og börn og starfsmenn mættu í fötum í sama lit. Það þótti afar vel við hæfi í fjölmenningarlegum leikskóla að hafa alla þess litadýrð til að fagna fjölbreytileikanum sem þar er. Í leikskólanum Teigasel var ömmu og afa dagur. Börnin buðu ömmum sínum og öfum upp á kaffi og döðlubrauð auk þess sem þau skoðuðu leikskólann og léku sér saman

Það var Félag leikskólakennara í samstarfi við menntamálaráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga og Heimili og skóli sem fór af stað með  „Dag leikskólans“ árið 2008. Þann 6. febrúar 1950 stofnuðu frumkvöðlar í stétt leikskólakennara sín fyrstu samtök. Haldið hefur verið upp á dag leikskólans frá 2008 með það að markmiði  að stuðla að jákvæðri umræðu um leikskólastarf og kynningu starfsins út á við.

Akraneskaupstaður sendir kærar kveðjur í tilefni dagsins til starfsfólks og barna á leikskólum Akraneskaupstaðar. 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00