Fara í efni  

Club 71 fékk menningarverðlaun Akraness árið 2016

Handhafar menningarverðlauna Akraness 2016, Club 71, ásamt Ellu Maríu Gunnarsdóttur, Regínu Ásvaldsd…
Handhafar menningarverðlauna Akraness 2016, Club 71, ásamt Ellu Maríu Gunnarsdóttur, Regínu Ásvaldsdóttur og Ingþóri Bergmann Þórhallssyni.

Menningarverðlaun Akraness 2016 voru veitt fyrr í dag við setningu lista- og menningarhátíðarinnar Vökudagar. Verðlaunin í ár hlaut Club 71 sem er félagsskapur Skagamanna sem fæddust 1971. Club 71 hefur staðið fyrir fjölda viðburða á Akranesi á undanförnum árum þar sem helst ber að nefna árlegt þorrablót Skagamanna sem meðlimir undirbúa og framkvæma í sjálfboðavinnu og fjölsóttan brekkusöng á Írskum dögum. Ágóði þorrablótsins hefur runnið til íþrótta- og menningarstarfs á Akranesi. Þorrablótin hafa vaxið ár frá ári og eru afar vinsæl og vel sótt. Í máli Ingþórs Bergmanns Þórhallssonar, formanns menningar- og safnanefndar kom fram að  starf Club 71 hafi sett jákvæðan svip á bæjarbraginn og auðgað menningarlíf bæjarbúa. Þorrablót Club 71 sé orðinn fastur hluti af menningarstarfsemi á Akranesi. Það var Sævar Freyr Þráinsson sem veitti verðlaunagripnum móttöku fyrir hönd hópsins.

Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri setti Vökudaga formlega í dag en hátíðin hefur verið haldin árlega frá árinu 2002. Hátíðin var sett í Safnaskála Byggðasafnsins í Görðum en þar opnuðu þrjár sýningar, „Hver vegur að heiman er vegur heim," sýning Gyðu L. Jónsdóttur Wells, „Skart við skóna", sýning Dýrfinnu Torfadóttur og sýningin „Bannárin, brennivínið og bæjarbytturnar" í umsjón þeirra Gerðar Jóhannsdóttur héraðsskjalavarðar og Nönnu Þóru Áskelsdóttur deildarstjóra ljósmyndasafnsins.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00