Fara í efni  

Ársreikningur Akraneskaupstaðar 2023 endurspeglar traustan rekstur sveitafélagsins og sýnir mun betri niðurstöðu en árið 2022.

Þrátt fyrir að sala lóða og byggingaréttar hafi dregist verulega saman, hækkandi vextir og óhagstæð verðlagsþróun á sama tíma og verulega miklar framkvæmdir á vegum Akraneskaupstaðar, þá er niðurstaðan mun jákvæðari en á árinu á undan. Rekstrarniðurstaða ársins er jákvæð sem nemur 475 milljóna króna sem er 213 milljóna króna betri afkoma en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins með viðaukum.


Helstu þættir ársreiknings fyrir árið 2023 eru svohljóðandi:

 • Skatttekjur voru 781 milljónum króna hærri en á fyrra ári. Framlög Jöfnunarsjóðs hækkuðu um 527 milljónir króna frá fyrra ári. Aðrar tekjur hækka einnig um 306
  milljónir króna.
 • Veltufé frá reksri var jákvætt um 1.177 milljónir króna eða 10,06% af heildartekjum og er það 274 milljónum króna betri niðurstaða en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir.
 • Handbært fé í árslok var 372 milljónir króna en lækkar það um 433 milljónir króna á árinu vegna umtalsverða fjárfestinga og niðurgreiðslu skulda og skuldbindinga.
 • Fjárfesting í innviðum var umtalsverð á árinu og var samtals 3.511 milljónir króna. Meðal helstu framkvæmda voru 1.376 milljónir króna í íþróttamannvirki, 970 milljónir króna í skólahúsnæði, 234 milljónir króna í götur og gangstíga og 192
  milljónir króna í endurgerð hluta Höfða hjúkrunar og dvalarheimilis.


Skuldir sveitafélagsins aukast á milli ára, (en þó undir áætlun ársins) enda miklar og umfangsmiklar viðhalds og nýframkvæmdir á árinu. Skuldastaða sveitafélagsins er samt sem áður vel innan allra viðmiðunarmarka og er skuldahlutfall um 90%.


Verulegar nýframkvæmdir í gatnagerð á árinu 2023 tryggja gott lóðaframboð á næstu árum og er Akraneskaupstaður í góðum færum til að svara eftirspurn eftir byggingarlóðum og fjölgun íbúða og atvinnuhúsnæðis. Framkvæmdir við nýtt íþróttahús á Jaðarsbökkum er í fullum gangi og unnið er þar að innréttingu og verklok áætluð snemma árs 2025. Umfangsmiklar framkvæmdir við báða grunnskóla Akraneskaupstaðar auk verulegra endurbóta á íþróttahúsinu við Vesturgötu og nýtt íþróttahús á Jaðarsbökkum munu verða helstu verkefni ársins.


Sem áður eru lífeyrisskuldbindingar Akraneskaupstaðar þungar í skauti og lita afkomuna. Takast verður áfram af fullum þunga við að gæta að ábyrgum rekstri til að standa undir þeim og vegna auknum afborgunum lána sem þarf til að standa að miklum fjárfestingum.


„Rekstrarumhverfið núna er mjög krefjandi og sveitafélag í miklum fjárfestingum í hávaxtaumhverfi og verðbólgu, verður að halda vel utan um rekstur sinn. Því mun á árinu 2024 verða unnið að ítarlegri greiningu á rekstri bæjarfélagsins og setningu fjárhagsmarkmiða til lengri tíma. Það er eina leiðin til að verja sterka stöðu Akraneskaupstaðar til lengri tíma, til að veita áfram öfluga þjónustu og hafa grunnstoðir okkar sterkar, sem eru velferðarþjónusta og menntun með áherslu á menningu og betra mannlíf“ segir Haraldur Benediktsson bæjarstjóri.

Helstu rekstrartölur og lykiltölur A-hlutans:

 • Rekstrarniðurstaða var jákvæð um 475 milljónir króna sem er 285 milljóna króna betri niður staða en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir.
 • EBITDA framlegð hækkar milli ára en var 1,88% en á árinu 2022 var hún neikvæð um 1,46%.
 • Veltufjárhlutall var 0,6 og lækkar frá árinu á undan.
 • Skuldahlutfall hækkar og er 95% í árslok 2023 en var 77% í árslok 2022.
 • Eiginfjárhlutfall er í árslok 51 % og lækkar um 7% stig frá árinu 2022.
 • Veltufé frá rekstri er 12,03%.

Fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga miðast meðal annars við að:

 • Skuldaviðmið sveitarfélaga þ.e. að heildarskuldir og skuldbindingar samstæðu í reikningsskilum séu ekki hærri en sem nemur 150% af reglulegum tekjum sveitarfélagsins. Skuldaviðmið samstæðu Akraneskaupstaðar í árslok 2023 er 52%.
 • Fjárhagsleg viðmið sveitarfélaga tilgreina einnig að rekstrarjöfnuður á hverju þriggja ára tímabili sé jákvæður og er þessi rekstrarjöfnuður hjá Akraneskaupstað jákvæður sem nemur 796 milljónum króna.


Fundargerð bæjarstjórnar frá 25. apríl er fyrri umræða um ársreikning fór fram ásamt
tilheyrandi gögnum er aðgengileg hér.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00