Fara í efni  

Breyting á verklagi innheimtu hjá Akraneskaupstað

Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum þann 24. október síðastliðinn tillögu um breytt verklag varðandi innheimtu hjá Akraneskaupstað. Breytingin felur í sér útvistun á innheimtu sveitarfélagsins en markmiðið er að bæta utanumhald innheimtu með skýrara verklagi og að jafnræði milli skuldara sé tryggt.  Ákveðið hefur verið að ganga til samninga við Motus um innheimtuna en undanfarin ár hefur Motus m.a. séð um innheimtu vegna fasteignagjalda og hefur það reynst sveitarfélaginu vel.  Nýtt verklag tók gildi þann 1. janúar 2020.


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00