Fara í efni  

Bragi Þórðarson hlýtur nafnbótina Heiðursborgari Akraness

Bragi Þórðarson
Bragi Þórðarson

Á kvöldstund með Braga Þórðar þann 1. nóvember næstkomandi hlýtur Bragi nafnbótina Heiðursborgari Akraness.

Um áratugaskeið hefur Bragi safnað og gefið út sögur af fólki og annan fróðleik um Akranes, alls 22 bækur auk fjölda annarra verka. Í verkum hans liggja ómetanleg verðmæti sem hann hefur bjargað frá því að falla í gleymsku og þannig lagt sinn skerf til samfélagsins á Akranesi. Bragi hefur ætíð haft hagsmuni samfélagsins að leiðarljósi með velvilja og jákvæðni.

Kvöldstundin fer fram á Bókasafni Akraness kl. 20:00 og eru allir hjartanlega velkomnir.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00