Fara í efni  

Björgunarfélagið æfir um helgina

Björgunarfélag Akraness æfir ásamt fleirum í Hvalfirði og Svínadal um helgina. Íbúar Akraness gætu o…
Björgunarfélag Akraness æfir ásamt fleirum í Hvalfirði og Svínadal um helgina. Íbúar Akraness gætu orðið varir við björgunarbíla á ferðinni.

Á morgun, laugardaginn 18. október, mun Björgunarfélag Akraness ásamt sveitum úr Borgarnesi og Borgarfirði halda svokallaða landsæfingu, en þá koma aðrar sveitir og æfa með þeim. Æfingin fer að mestu fram í Hvalfirði og Svínadal, en íbúar Akraness gætu orðið varir við björgunarsveitarmenn á ferðinni og umferð björgunarsveitarbíla í gegnum bæinn. Félagið vill því koma þeim upplýsingum til bæjarbúa að engin hætta sé á ferðum. 

Að æfingu lokinni mun hópurinn svo halda grillveislu á Akranesi og Akraneskaupstaður býður þátttakendum í sund.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00