Fara í efni  

Barnamenningarhátíð byrjaði á Akranesi í dag

Valgerður leiddi fjölskyldusöngstund ásamt skólakór Grundaskóla
Valgerður leiddi fjölskyldusöngstund ásamt skólakór Grundaskóla

Barnamenningarhátíð, sem haldin verður samhliða Vökudögum í ár byrjaði í dag.

Skólakór Grundaskóla hélt tónleika á bókasafninu en þetta er í tíunda árið í röð sem skólakór Grundaskóla heldur fjölskyldutónleika.

Á hátíðinni verða meðal annars ýmsir viðburðir þar sem börn koma fram eða sýnd eru verk eftir börn, svo öll ættu þau að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Íþróttaálfurinn og Solla stirða munu koma til með að heimsækja alla leikskóla á Akranesi og einnig yngstu deildir grunnskólana. Sundlaugarpartý verður haldið fyrir 5. - 7. bekk og Beggi Ólafs mun flytja fyrirlesturinn "Betri í dag en í gær" fyrir elstu deildir grunnskólanna.

Dagskrána má sjá í heild sinni hér en einnig er hægt að nálgast nánari upplýsingar um alla viðburði á skagalif.is


 

 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00