Fara í efni  

Bæjarstjórnarfundur 17. apríl

Fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, miðvikudaginn 17. apríl kl. 20:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0 og horfa á beina útsendingu á facebooksíðu Akraneskaupstaðar.

Samkvæmt fundardagatali átti hefðbundinn fundur bæjarstjórnar að fara fram þriðjudaginn 23. apríl en var honum flýtt vegna páskaorlofs. Vegna þess voru ekki haldnir bæjarmálafundir allra flokka þessa vikuna. 

Dagskrá fundarins er aðgengileg hér


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00