Fara í efni  

Laun bæjarfulltrúa hækka ekki til samræmis við úrskurð kjararáðs

Á fundi bæjarstjórnar þann 22. nóvember var samþykkt tillaga um að fresta hækkun á launum bæjarfulltrúa en samkvæmt reglum Akraneskaupstaðar miðast laun bæjarfulltrúa við þingfararkaup. Bæjarráð tók málið fyrir á fundi sínum þann 10. júní og samþykkti frestun.

Tillagan sem var samþykkt á fundi bæjarstjórnar er svohljóðandi:

,,Bæjarstjórn Akraness samþykkir ótímabundna frestun á hækkun launa bæjarfulltrúa, samkvæmt úrskurði Kjararáðs þann 30. október síðastliðinn, en laun bæjarfulltrúa taka mið af þingfararkaupi alþingismanna".

Með tillögunni fylgdi greinargerð:

,,Kjararáð úrskurðaði hækkun á launum forseta Íslands, þingfararkaupi alþingismanna og launum ráðherra þann 30. október síðastliðinn. Hækkunin nemur um 45%. Laun bæjarfulltrúa á Akranesi taka mið af kjörum þingmanna og eru 19% af þingfararkaupi samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar Akraness þann 10. júní 2014. Laun bæjarstjóra og annarra embættismanna hjá Akraneskaupstað taka ekki mið af ákvörðun Kjararáðs, heldur af almennum kjarasamningum.

Bæjarstjórn mun endurskoða ákvörðunina með tilliti til þeirrar niðurstöðu sem búast má við að komi frá Alþingi".


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00