Fara í efni  

Bæjarráð gerir alvarlegar athugasemdir við breytingar á reglugerð um veiðar á sæbjúgum

Á fundi bæjarráðs þann 28. júní síðastliðinn var lagt fram erindi frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu um breytingar á reglugerð um veiðar á sæbjúgum ásamt athugasemdum frá Eymar Einarssyni hjá Ebbi-útgerð ehf. um breytingarnar. Í athugasemdum Eymars kemur fram að breytingarnar fela meðal annars í sér að fyrirtækið sér ekki fram á að geta staðið lengur að heilsársvinnu við sæbjúgur, enda er ætlun ráðuneytis að tilraunaveiðileyfi þurfi til að veiða sæbjúgu utan hólfa, án þess að kvóti sé aukinn. Þá segir einnig að með breytingunum sé líklegt að fleiri aðilar munu koma inn á sama markað og að fyrirséð sé að rekstrargrundvelli þeirra sé verulega ógnað. Þetta þýðir að um mörg störf á Akranesi geta verið í hættu. Bæjarráð bókaði í kjölfarið eftirfarandi:

„Bæjarráð Akraneskaupstaðar gerir alvarlegar athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á reglugerð um veiðar á sæbjúgum og telur að þær geti haft veruleg áhrif á rekstur þeirra fyrirtækja sem starfa við veiðar og vinnslu. Fyrirtækið hefur unnið mikið frumkvöðlastarf sem hefur stuðlað að aukinni atvinnuuppbyggingu og skapað störf sem að öðrum kosti hefðu ekki orðið til. Í ljósi þeirrar staðreyndar að tugir starfa hafa tapast í sveitarfélaginu í fiskveiðum og fiskvinnslu á umliðnum árum telur bæjarráð eðlilegast að halda sig við núverandi fyrirkomulag um sinn, læra af því og betrumbæta með samvinnu við þau fyrirtæki sem starfa við þessar veiðar og vinnslu.“

Ebbi-útgerð óskaði eftir stuðningi bæjarráðs í málinu í því formi að bæjarráð myndi senda ráðuneytinu umsögn fyrir 29. júní nk. þar sem fyrirhugaðri breytingu á reglugerð um veiðar á sæbjúgum verði mótmælt. 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00