Fara í efni  

Aukning í komu skemmtiferðaskipa í Akraneshöfn

N.G Explorer
N.G Explorer

Skemmtiferðaskipið N.G. Explorer
Skemmtiferðaskipið N.G. Explorer kom í Akraneshöfn í annað sinn nú í morgunsárið, þann 9. júlí. N.G. Explorer er skip frá National Geographic sem býður uppá skoðunarferðir um norðurhluta heimsins. Skipið var byggt árið 1982 og er 112 metrar á lengd og 16,5 metrar á breidd. Um borð voru um 150 manns, bæði farþegar og áhöfn. Skipið er á leið sinni hringinn í kringum Ísland og mun meðal annars stoppa í Reykjavík, Flatey á Breiðarfirði, Ísafirði, Akureyri, Húsavík, Djúpavogi og í Vestmannaeyjum. Næstu komur NG Explorer í Akraneshöfn eru 13. júlí, 22. júlí og 26. júlí.

Við komu skipsins sl. sunnudag færðum við skipinu bæklinga um Akranes ásamt því fengu skipuleggjendur ferða upplýsingar um viðkomustaði hér á Akranesi, eins og Byggðasafnið, Akranesvita og Guðlaugu. Vonandi njóta verslanir og þjónusta hér á Akranesi góðs af því að fá skipið hingað í höfn. 

Fleiri skip væntanleg
Skemmtiferðaskipið N.G. Endurance stefnir að koma til Akraness þann 28. júlí nk. N.G. Endurance er aðeins stærra skip sem tekur þó færri farþega, aðeins 126. Skipið var byggt árið 2020 og er 124 metrar á lengd og 21 metrar á breidd.

Þann 29. júlí er áætlað að skipið M/S Quest komi líka til Akranes. Skipið var byggt árið 1992 og var upprunalega notað sem ferja í vesturhluta Grænlands. Skipið tekur 53 farþegar og er 45,62 metrar á lengd og 11 metrar á breidd.

 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00